3. apríl 1939 Gengi íslensku krónunnar var fellt í fyrsta sinn. Sterlingspund kostaði 27 krónur í stað 22,15 kr. áður. 3.

3. apríl 1939

Gengi íslensku krónunnar var fellt í fyrsta sinn. Sterlingspund kostaði 27 krónur í stað 22,15 kr. áður.

3. apríl 1943

Listamannaskálinn við Kirkjustræti í Reykjavík var vígður við hátíðlega athöfn og opnuð „fjölskrúðugasta listasýning eftir íslenska myndlistarmenn er sýnd hefir verið til þessa,“ eins og sagði í Morgunblaðinu. Skálinn var rifinn árið 1968.

3. apríl 1984

Hundahald var leyft í Reykjavík, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Það hafði verið bannað haustið 1971.

3. apríl 1997

Gústaf Bjarnason handknattleiksmaður setti met í markaskorun í landsleik gegn Kínverjum, skoraði 21 mark. Ísland vann 31:22.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.