Jón Magnússon, fyrrverandi sýslumaður, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 30. mars síðastliðinn. Hann var á 84. aldursári. Jón fæddist á Eskifirði 30. nóvember 1926.

Jón Magnússon, fyrrverandi sýslumaður, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 30. mars síðastliðinn. Hann var á 84. aldursári.

Jón fæddist á Eskifirði 30. nóvember 1926. Foreldrar hans voru Magnús Gíslason, sýslumaður á Eskifirði, síðar alþingismaður og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, og Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja.

Jón var skipaður sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu með aðsetur í Stykkishólmi og bæjarfógeti í Ólafsvík árið 1989. Hann gegndi því embætti til ársins 1992.

Eftirlifandi eiginkona Jóns er Katrín Sigurjónsdóttir og eignuðust þau átta börn. Útför Jóns verður gerð frá Stykkishólmskirkju 6. apríl og hefst klukkan 14.00.