Tískufyrirmynd Paris Hilton hefur gert mörg tískumistök í gegnum tíðina.
Tískufyrirmynd Paris Hilton hefur gert mörg tískumistök í gegnum tíðina. — Reuters
Ef konur forðast eftirfarandi tíu tískumistök sem vefsíðan Msn.com telur upp eru þær nokkuð öruggar um að líta þokkalega út. * Versla í unglingadeildinni. Ef þú ert kynþroska er tími til að hætta að versla í þessari deild.

Ef konur forðast eftirfarandi tíu tískumistök sem vefsíðan Msn.com telur upp eru þær nokkuð öruggar um að líta þokkalega út.

* Versla í unglingadeildinni. Ef þú ert kynþroska er tími til að hætta að versla í þessari deild. Unglingatískan getur líka látið þig líta út fyrir að vera eldri en þú ert.

* Klæðast húðlituðum fatnaði. Enginn lítur vel út í húðlit, hann dregur fram hverja ófullkomnun í húðinni á þér eins og bauga og rauða bletti.

* Litlar handtöskur með tískumerki. Þó litla taskan þín skarti stóru tískumerki þýðir það ekki að hún líti út fyrir að vera dýr.

* Gallaefni með gallaefni. Það er mjög óklæðilegt að vera í gallabuxum og gallajakka og jafnvel í gallaskyrtu innan undir. Sem ein heild gerir þetta ekkert fyrir þig en aðskilið virkar þetta vel.

* Bolir í einni stærð. Ein stærð sem á að passa öllum passar engum. Konur þurfa snið.

* Íþróttapeysur. Í góðu lagi ef þú ert að vinna í garðinum eða ert veik heima. Í öðrum tilfellum lítur þú pokalega út í íþróttapeysu, ólöguleg og hversdagsleg.

* Mömmugallabuxur. Þó þú sért að snýta börnum og taka til allan daginn þýðir það ekki að þú þurfir að líta illa út. Ekki klæðast ljósum gallabuxum með hátt og vítt mitti.

* Hvítir íþróttaskór. Það á að klæðast íþróttaskóm við íþróttaiðkun og það er enginn flottur með skærhvíta fætur. Prófaðu frekar götu-íþróttaskó í flottum litum.

* Örugg allan tímann. Það er ekkert að því að vera örugg en fataskápur fullur af slíkum fötum er svæfandi. Mynstur og litir gera þig áhugaverða.

* Röng stærð. Ef fötin passa ekki ertu ekki flott. Ekki vera föst í stærðum og taktu a.m.k. tvær stærðir með þér í mátunarklefann.