— Morgunblaðið/Árni Sæberg
FÁTT minnir meira á árstíðina sem fer senn í hönd, sjálft vorið, en sá viðburður er bændur fara að dreifa áburði á tún sín. Húsdýraáburður reynist þá oft vel enda virkar hann eins og vítamínsprauta á grassprettuna.

FÁTT minnir meira á árstíðina sem fer senn í hönd, sjálft vorið, en sá viðburður er bændur fara að dreifa áburði á tún sín. Húsdýraáburður reynist þá oft vel enda virkar hann eins og vítamínsprauta á grassprettuna.

Á bænum Akri við Hvolsvöll var í vikunni verið að dreifa vænum skammti af húsdýraáburði á túnin. Fljótlega má búast við að grænir toppar teygi sig upp úr sverðinum. Þótt jarðeldar logi milli jökla ekki svo ýkja langt í burtu kippa bændur í nágrenninu sér lítt upp við það og sinna vorverkunum af natni. sunna@mbl.is