MARGIR létu glepjast af gabbfrétt Morgunblaðsins á skírdag, 1. apríl, þar sem sagt var frá því að keppt yrði í kattasmölun í höfuðstöðvum Kattavinafélagsins.

MARGIR létu glepjast af gabbfrétt Morgunblaðsins á skírdag, 1. apríl, þar sem sagt var frá því að keppt yrði í kattasmölun í höfuðstöðvum Kattavinafélagsins. Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélagsins, segir marga hafa hringt í Kattholt til að kanna hvort þetta væri ekki örugglega gabbfrétt en hún segist hafa neitað því.

Þá var frétt í Morgunblaðinu um gjörning nemenda í LHÍ, það er nakin kona í búri og á hlaupahjóli að auki, með jakkafataklædda menn á hælunum, hreinn hugarburður blaðamanna.