Sigrún Eldjárn
Sigrún Eldjárn
MÖGULEIKHÚSIÐ verður með aukasýningu á leikritinu Langafi prakkari í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag kl. 14. leikritið byggist á bókum Sigrúnar Eldjárn um Langafa prakkara sem hafa lengi notið vinsælda meðal yngstu lesendanna.
MÖGULEIKHÚSIÐ verður með aukasýningu á leikritinu Langafi prakkari í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag kl. 14. leikritið byggist á bókum Sigrúnar Eldjárn um Langafa prakkara sem hafa lengi notið vinsælda meðal yngstu lesendanna. Í þessari leikgerð er stuðst við bækurnar Langafi drullumallar og Langafi prakkari. Leikritið var fyrst sýnt árið 1999, en alls eru sýningar þess orðnar rúmlega 260 talsins. Pétur Eggerz leikur Langafa og Aino Freyju Järvelä leikur Önnu. Leikstjóri er Pétur Eggerz, búninga gerði Katrín Þorvaldsdóttir og tónlist Vilhjálmur Guðjónsson.

Leiðrétting 8. apríl

Þau leiðu mistök urðu í blaðinu sl. laugardag að í tilkynningu um sýningu á leikritinu Langafi prakkari var vitlaus dagsetning. Hið rétta er að sýning Möguleikhússins verður í Gerðubergi næstkomandi laugardag, 10. apríl. Sýningin hefst kl. 14 og stendur í um tvo tíma.