Sjálfsmynd Sidneys Nolans
Sjálfsmynd Sidneys Nolans
METVERÐ fékkst fyrir málverk úr Ned Kelly-röð ástralska málarans Sidneys Nolans á uppboði í Melbourne, en alls seldist verkið fyrir um 600 milljónir króna.

METVERÐ fékkst fyrir málverk úr Ned Kelly-röð ástralska málarans Sidneys Nolans á uppboði í Melbourne, en alls seldist verkið fyrir um 600 milljónir króna. Kaupandi var stofnun sem kennd er við málarann James Timothy Gleeson og Frank O'Keefe sambýlismann hans, en daginn eftir uppboðið færði stofnunin listasafni Nýja Suður-Wales verkið að gjöf.

Sidney Nolan málaði 27 myndir af skálkinum Ned Kelly, en 26 myndanna hafa verið í eigu Listasafns Ástralíu og er mál manna að hátt verð á myndinni, sem kölluð hefur verið „týnda“ Ned Kelly-myndin, ráðist af því að hún var sú eina í einkaeigu.