Gary Becker
Gary Becker
Tugir þúsunda deyja í umferðarslysum í Bandaríkjunum. Hlutfallið er svipað í öðrum löndum. Dánartíðni er meiri en í þeim styrjöldum sem nú ber hæst í fréttum. Þessi staðreynd gerir stríð ekki betri og því síður réttlætir hún þau.

Tugir þúsunda deyja í umferðarslysum í Bandaríkjunum. Hlutfallið er svipað í öðrum löndum. Dánartíðni er meiri en í þeim styrjöldum sem nú ber hæst í fréttum. Þessi staðreynd gerir stríð ekki betri og því síður réttlætir hún þau.

Mörg þessara slysa koma til vegna vanrækslu ökumanna, stundum mjög alvarlegrar. Ölvunarakstur er dæmi um það. Ekki verður þess vart að lögreglu eða umferðarráði sé almennt kennt um slík slys.

Slíkar sakbendingar sjást iðulega í öðrum tilvikum.

Andríki vitnar á vef sínum í nýlegt viðtal við nóbelsverðlaunahafann Gary Becker. Hann er spurður um hvort hann kenni frjálsu hagkerfi um yfirstandandi kreppu. Hann svarar:

Líttu bara á hina auknu hagsæld í þróuðu löndunum frá seinna stríði. Jafnvel þótt þú takir hinar ýmsu kreppur, þar á meðal þessa, lítur heildarmyndin vel út. Svo jafnvel þótt kreppur á borð við þessa væru gjaldið fyrir frjálsan markað – sem ég tel ekki rétt þar sem ríkisafskipti eiga svo stóran þátt í þeim vandræðum sem blasa nú við okkur – já jafnvel þótt slæm kreppa væri gjaldið myndu menn engu að síður telja það réttlætanlegt.

Líttu einnig á þróunarlöndin, Kína, Indland og Brasilíu. Þar hefur milljarður manna brotist úr örbirgð frá 1990 vegna þess að þessi lönd hafa fært sig í átt að frjálsum markaði. Enginn krefst þess að snúið verði af þessari braut.“

Augljóst er að það láta ekki allir ruglið rugla sig.