Á SJÖTTA þúsund manns voru í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær, sem er met. Aðstæður til skíðaiðkunar voru hinar bestu og urðu bílastæði við skíðastaði snemma full.
Á SJÖTTA þúsund manns voru í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær, sem er met. Aðstæður til skíðaiðkunar voru hinar bestu og urðu bílastæði við skíðastaði snemma full. Margir lögðu bílum sínum á Rangárvöllum, ofan við bæinn, þaðan sem voru rútuferðir í fjallið. Spáð er rysjóttu veðri nyrðra í dag en góðu á páskadag og býst Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, við að margir muni þá bregða sér á skíði.