EFTIRLÍKING af Ferrari 250 GT bifreið, árgerð 1961, sem notuð var við tökur á unglingamyndinni Ferris Bueller's Day Off er til sölu.

EFTIRLÍKING af Ferrari 250 GT bifreið, árgerð 1961, sem notuð var við tökur á unglingamyndinni Ferris Bueller's Day Off er til sölu. Myndin segir af óknyttapiltinum Ferris Bueller sem skrópar í skólanum og tekur bíl föður vinar síns, Cameron Frye, í leyfisleysi, en bíllinn er einmitt sá sem er til sölu.

Í myndinni þeysa Bueller, vinur hans og kærasta um á sportbílnum um götur Chicago og gera sér ýmislegt til skemmtunar en skólastjórinn Sloane reynir hvað hann getur að góma Bueller sem þykist vera veikur heima. John Hughes leikstýrði myndinni sem frumsýnd var árið 1986 og telst til sígildra unglingamynda. Eftirlíkingin af sportbílnum verður boðin upp í uppboðshúsinu Bonhams í London 19. apríl nk. og er búist við því að hún seljist fyrir allt að 60.000 dollara.