NORRÆNA vatnslitasafnið var í liðinni viku valið Besta safn Svíþjóðar árið 2010. Bera Nordal stýrir safninu sem þykir í fremstu röð fyrir sýningar á heimsmælikvarða og einnig fyrir rannsóknir og menntun. „Safnið er tíu ára í júní og þessi viðurkenning er besta afmælisgjöf sem við gátum fengið,“ segir Bera.
Í úrskurði dómnefndar kemur fram að safnið hafi náð framúrskarandi árangri í að vekja athygli almennings á þeirri breidd og gæðum sem finna megi í vandaðri vatnslitalist, auk þess sem það hafi náð að viðhalda miklum vinsældum meðal gesta. Með starfinu í safninu hafi tekist að umbreyta nærsamfélaginu.
Bera ræðir safnið og listina í Sunnudagsmogganum.