Göslarar.
Norður | |
♠-- | |
♥10943 | |
♦ÁD8 | |
♣ÁD10932 |
Vestur | Austur |
♠G63 | ♠109875 |
♥KG652 | ♥D7 |
♦1053 | ♦974 |
♣G6 | ♣K54 |
Suður | |
♠ÁKD42 | |
♥Á8 | |
♦KG62 | |
♣87 |
Þeir fóstbræður, Helness og Helgemo, spila opið og lausbeislað kerfi. Það dugir þeim jafnan vel á lægri sagnstigum, en slemmutæknin er brokkgeng. Í þessu spili Vanderbilt-úrslitanna enduðu þeir í 6G, sem er vægast sagt hræðileg slemma og steindauð með hjartaútspili. Sagnir þróuðust þó skynsamlega framan af: Opnun á 1♠ hjá Helgemo í suður, svar á 2♣ og svo 2♦ hjá opnara. Nú meldaði Helness fjórða litinn, sagði 2♥, sem í þessari stöðu neitar góðri grandfyrirstöðu. Helgemo sagði 2G og Helness lyfti í 3G. Með 17 punkta taldi Helgemo að hann yrði að gera meira og sagði 4♠ – eins konar slemmuáskorun með góðan spaða. Þá tók Helness undir sig stökk í 6G.
Tveir niður? Nei, Levin í vestur þorði ekki að hreyfa hjartað og lagði af stað með ♣G!?