Brotlenti Cessnan er mikið skemmd.
Brotlenti Cessnan er mikið skemmd. — Morgunblaðið/Guðmundur Karl
ENN er óljóst hvað olli flugslysinu við Flúðir á fimmtudag þar sem lítil einkaflugvél brotlenti eftir hringsól yfir sumarhúsahverfi þar sem vélin missti afl. Flugmaður og farþegarnir þrír voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík.

ENN er óljóst hvað olli flugslysinu við Flúðir á fimmtudag þar sem lítil einkaflugvél brotlenti eftir hringsól yfir sumarhúsahverfi þar sem vélin missti afl. Flugmaður og farþegarnir þrír voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík. Þrír voru lagðir inn á gjörgæslu en tveir voru útskrifaðir í gær. Líðan þess þriðja var stöðug, að sögn læknis.

Starfsmenn Rannsóknarnefndar flugslysa luku starfi á vettvangi samdægurs. Frekari rannsókn fer fram eftir hátíðir. sbs@mbl.is