Kristján Loftsson
Kristján Loftsson
FARIÐ var með um 140 tonn af langreyðarkjöti í land í Rotterdam eftir að hópur hollenskra grænfriðunga hlekkjaði sig við landfestar flutningaskips í höfninni.

FARIÐ var með um 140 tonn af langreyðarkjöti í land í Rotterdam eftir að hópur hollenskra grænfriðunga hlekkjaði sig við landfestar flutningaskips í höfninni. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, er afar ósáttur við lélegt eftirlit hafnaryfirvalda og telur um mikinn álitshnekki fyrir höfnina að ræða en hún er ein sú stærsta í Evrópu. Að hans sögn létu eigendur skipsins undan hótunum grænfriðunga um að flytja kjötið til hafnar, en öll tilskilin leyfi fylgdu kjötinu.

Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af kjötinu enda sé það geymt við góðar aðstæður í sjö kæligeymslum. Segir hann að kjötið verði annaðhvort flutt til Japans eins og upphaflega stóð til eða til Íslands, verði töf í Hollandi.