SJÖFN Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra, afhenti menntamálaráðherra í vikunni fyrstu eintök af lestrarbókum SAFT um örugga og jákvæða netnotkun fyrir börn og er tilgangurinn með bókunum að kynna yngstu leshópunum...
SJÖFN Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra, afhenti menntamálaráðherra í vikunni fyrstu eintök af lestrarbókum SAFT um örugga og jákvæða netnotkun fyrir börn og er tilgangurinn með bókunum að kynna yngstu leshópunum netið. Afhendingin fór fram í leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi. Höfundur bókanna, Þórarinn Leifsson, var einnig viðstaddur afhendinguna. Bókunum verður dreift sem gjöf á alla leik- og grunnskóla landsins. Lestrarbækurnar eru þrjár og ætlaðar börnum í fyrsta, öðrum og þriðja bekk grunnskóla og elstu árgöngum leikskóla.