Gestir þáttarins Orð skulu standa í dag eru Tómas Axel Ragnarsson eldsmiður og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona. Þau fást m.a. við „júbb“ og „slettireku“. Þetta er síðasti þáttur vetrarins.

Gestir þáttarins Orð skulu standa í dag eru Tómas Axel Ragnarsson eldsmiður og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona. Þau fást m.a. við „júbb“ og „slettireku“. Þetta er síðasti þáttur vetrarins.

Fyrriparturinn er eftir Hildi Káradóttur:

Best er að hugsa um sumar og sól,

það sálina hressir og nærir.

Um liðna helgi var fyrriparturinn eftir Martein Friðriksson (með tilvísun í Pétur Benediktsson):

Goldin skuld er glatað fé,

gróðinn fæst með lánum.

Úr hópi hlustenda botnaði Erlendur Hansen á Sauðárkróki:

Ég í kristalkúlu sé

ketti pissa bakvið tré,

skjaldmey tipla á tánum.

Helgi R. Einarsson í Mosfellsbæ:

Látum fylgja kviði kné

kveljum, svíkjum, smánum.

Guðni Þ. T. Sigurðsson:

Íhaldið í stólinn sté

stóð þar fyrir ránum.

Tómas Tómasson m.a.:

Heiðarleikans helgu vé

henta bara kjánum.

Ólafur V. Þórðarson:

Ágóðann ég ekki sé

eftilæt það bjánum.

Ingólfur Ómar Ármannsson:

Landi og þjóð þá kom á kné

klíka full af bjánum.

Þorkell Skúlason í Kópavogi:

Litlir menn með ljúfsár spé

læðast um á tánum.