Á MORGUN verður efnt til listadagskrár á Gallerí/Bar 46, Hverfisgötu 46.
Á MORGUN verður efnt til listadagskrár á Gallerí/Bar 46, Hverfisgötu 46. Þar stendur nú yfir umfangsmikil sýning á verkum Sigurðar Örlygssonar listmálara þar sem skoða má málverk frá ýmsum skeiðum á ferli hans en Sigurður hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1971.
Kl. 15:00 mun Sigurður leiða gesti um sýninguna og gera grein fyrir verkunum og hugmyndunum að baki þeim.
Að því loknu hefst ljóða- og tónlistardagskrá þar sem Birna Þórðardóttir les eigin ljóð við undirleik Magnúsar Einarssonar gítarleikara. Jón Proppé kynnir dagskrána.