KR-KONUR geta í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Fjórði leikur þeirra og Hamars í úrslitarimmunni fer fram í Hveragerði og hefst klukkan 16.

KR-KONUR geta í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Fjórði leikur þeirra og Hamars í úrslitarimmunni fer fram í Hveragerði og hefst klukkan 16.

Hamar hóf úrslitaeinvígið með því að vinna sannfærandi sigur í Vesturbænum, 92:79, en síðan hafa KR-konur heldur betur snúið blaðinu við. Þær jöfnuðu metin með því að sigra í Hveragerði, 81:69, og svo aftur á sínum heimavelli á miðvikudaginn, 83:61.

Íslandsbikarinn fer því á loft í Hveragerði í dag ef KR nær þriðja sigrinum. Að öðrum kosti verður oddaleikur í Vesturbænum á þriðjudagskvöldið. vs@mbl.is