* Mannlíf og Hið íslenska glæpafélag óska eftir sögum í hina árlegu glæpasmásagnakeppni Gaddakylfuna. Gaddakylfukeppnin er nú haldin í sjöunda sinn.

* Mannlíf og Hið íslenska glæpafélag óska eftir sögum í hina árlegu glæpasmásagnakeppni Gaddakylfuna.

Gaddakylfukeppnin er nú haldin í sjöunda sinn. Glæpafélagið hélt keppnina fyrst í samvinnu við Grand Rokk árið 2004 en ári síðar hætti Mannlíf sér út á refilstigu glæpasagnanna.

Höfundar hafa að mestu frjálsar hendur svo lengi sem þeir fást við glæpi af einhverju tagi í smásögunum. Tekið er á móti sögum á netfanginu gaddakylfan@birtingur.is en dómnefnd skipuð fulltrúum Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags tekur síðan við þeim og velur þær bestu úr. Skilafrestur rennur út á miðnætti í lok dags þann 17. maí og verða úrslit kunngjörð með athöfn í byrjun júní.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu sögurnar. Sigurvegari Gaddakylfunnar í fyrra var Ingvi Þór Kormáksson fyrir sögu sína Hliðarspor.