[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Daniel Narcisse lék ekki með Frökkum gegn Íslendingum í vináttulandsleiknum í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Narcisse er meiddur á hægra hné. Óvíst er hvort hann verður með í seinni leiknum klukkan 16 í dag.

D aniel Narcisse lék ekki með Frökkum gegn Íslendingum í vináttulandsleiknum í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Narcisse er meiddur á hægra hné. Óvíst er hvort hann verður með í seinni leiknum klukkan 16 í dag.

Sextán leikmenn voru á leikskýrslu hjá íslenska landsliðinu í gær. Vallarþulnum tókst að gleyma einum þeirra, Ingimundi Ingimundarsyni , þegar liðið var kynnt í upphafi. Hann bjargaði sér með því að biðjast afsökunar og kynna Ingimund til sögunnar rétt áður en flautað var til leiks.

Ulrik Wilbek , landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, og starfsbróðir hans hjá knattspyrnulandsliðinu, Morten Olsen , voru á meðal þeirra sem Margrét önnur Danadrottning sæmdi riddarakrossi í gær á 70 ára afmæli sínu. Wilbek gat ekki tekið á móti riddarakrossinum þar sem hann er með danska landsliðinu á æfingamóti í Noregi .

Austurríki , undir stjórn Dags Sigurðssonar, vann Tékkland , 31:26, á fjögurra þjóða móti á Tékklandi í gærkvöld. Austurríkismenn eru í riðli með Íslendingum í næstu undankeppni EM. Þeir töpuðu, 31:32, fyrir Rússlandi í fyrrakvöld. Rússar steinlágu í gær, 32:42, fyrir Slóveníu , sem áður hafði tapað fyrir Tékkum, þannig að öll liðin í mótinu eru með 2 stig.

Þýskaland , sem einnig er í riðli með Íslandi í undankeppni EM, tapaði í gær, 22:25, fyrir Svíþjóð á fjögurra landa móti í Larvik í Noregi . Fredrik Petersen var markahæstur Svía með 5 mörk.

Anders Eggert Jensen tryggði Danmörku sætan sigur á Noregi , 26:25, á sama móti í gærkvöld. Nikolaj Markussen og Jensen skoruðu mest fyrir Dani, 5 mörk hvor.