MINNI efnafræðileg mengun er af gjóskunni frá Eyjafjallajökli en búist var við, segir Sigurður Reynir Gíslason, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun HÍ. Bráðið vatn nær, að sögn vísindamanna, að þvo mengun af gjóskunni.

MINNI efnafræðileg mengun er af gjóskunni frá Eyjafjallajökli en búist var við, segir Sigurður Reynir Gíslason, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun HÍ. Bráðið vatn nær, að sögn vísindamanna, að þvo mengun af gjóskunni. Þessi efni koma niður með flóðinu og fara út í sjó og minnka þar með hættuna sem stafar af gjóskunni.

„Styrkur þessara mengandi efna, eins og flúors, sem eru vatnsleysanleg og hanga utan á gjóskunni, er því miklu minni en ella,“ segir Sigurður og bendir á að af þessari gjósku sé miklu minni mengun en úr Heklugosi. sbs@mbl.is