LÚXUSHÓTEL í Kaupmannahöfn gefur nú gestum kost á að framleiða rafmagn með því að stíga reiðhjól sem tengd eru við rafal. Ef gestir Crowne Plaza-hótelsins framleiða 100 vattstundir með þessum hætti fá þeir mat að andvirði 200 danskra króna, jafnvirði 4.

LÚXUSHÓTEL í Kaupmannahöfn gefur nú gestum kost á að framleiða rafmagn með því að stíga reiðhjól sem tengd eru við rafal.

Ef gestir Crowne Plaza-hótelsins framleiða 100 vattstundir með þessum hætti fá þeir mat að andvirði 200 danskra króna, jafnvirði 4.600 íslenskra, að sögn talsmanns hótelsins. Hann lýsir Crowne Plaza sem einu af „umhverfisvænustu hótelum heims“.

Tvö reiðhjól hafa verið sett upp í hótelinu og á stýrum þeirra eru tveir litlir skjáir sem sýna hversu mikið rafmagn gestirnir framleiða. Ef gestirnir eru í góðri þjálfun geta þeir framleitt 100 vattstundir á um það bil einni klukkustund, að sögn talsmannsins.