Tilfinningar Hlíf Sigurjónsdóttir leikur á tónleikunum í Kristskirkju.
Tilfinningar Hlíf Sigurjónsdóttir leikur á tónleikunum í Kristskirkju.
Á MORGUN, sunnudag, heldur Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara tónleika í Kristskirkju, Landakoti. Á tónleikunum leikur Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari verk eftir J.S. Bach og Jónas Tómasson. Tónleikarnir hefjast kl.

Á MORGUN, sunnudag, heldur Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara tónleika í Kristskirkju, Landakoti. Á tónleikunum leikur Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari verk eftir J.S. Bach og Jónas Tómasson. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og rennur allur ágóði af þeim til Minningarsjóðsins.

Hlíf Sigurjónsdóttir segir að sig hafi lengi langað til að votta Kristjáni og fjölskyldu hans virðingu sína en einnig þurfi að minna reglulega á starfsemi sjóðsins. Hún hyggst leika Sónötu nr. 1 og Ciaccona úr Partítu nr. 2 eftir J.S. Bach, en bæði verkin er að finna á tvöföldum geisladiski sem hún sendi frá sér á síðasta ári og hefur að geyma flutning hennar á öllum sónötum og partítur Bachs fyrir einleiksfiðlu. „Ég hef verið að fylgja þeirri útgáfu eftir undanfarið,“ segir Hlíf og liður í því var einleikstónleikar sem hún hélt í Merkin Concert Hall í New York í janúar síðastliðnum.

Á tónleikunum í New York lék Hlíf einmitt líka verk Jónasar Tómassonar, en það segir hún að Jónas hafi einmitt samið fyrir hana þegar hún bjó á Ísafirði. Hún segir að verkin sem hún hyggst leika hafi mjög persónulega skírskotun fyrir sig. „Fyrir mér er tónlist tilfinningar og við manneskjurnar erum tilfinningaverur. Ást mín á tónlist eftir Bach, tengingin við vini mína fyrir vestan og líka það að verkið hans Jónasar var samið veturinn sem pabbi dó og svo að ég þekkti fjölskyldu Kristján heitins, allt tengist þetta á svo marga vegu.“

Aðspurð hve langan tíma það hafi tekið hana að hljóðrita Bach-verkin á disknum segir hún að það megi eiginlega orða það svo hún hafi byrjað að undirbúa sig fyrir útgáfuna á Bach-sónötunum og patrítunum þegar hún var að læra hjá Birni Ólafssyni fiðluleikara. „Þetta var hans uppáhald, biblía fiðluleikarans.“

Hlíf segir að þó Bach hafi verið í sviðsljósinu þar ytra og verði í Kristskirkju, þá sé hún mjög stolt af því að geta kynnt íslensk tónskáld með þessum 300 ára tónlistajöfri; „góð tónlist er tímalaus og stendur alltaf fyrir sínu“.