Tveir góðir Ef fólk langar á tónleika með þessum köppum má leita á craigslist.
Tveir góðir Ef fólk langar á tónleika með þessum köppum má leita á craigslist. — Reuters
Vefsíðan craigslist.com er ekkert sérstaklega fyrir augað en notagildi hennar er þeim mun meira. Þar er heimurinn allur undir og hægt er að velja land og eða einstök svæði, til að athuga hvað er um að vera þar og hvað er hægt að kaupa á svæðinu.

Vefsíðan craigslist.com er ekkert sérstaklega fyrir augað en notagildi hennar er þeim mun meira.

Þar er heimurinn allur undir og hægt er að velja land og eða einstök svæði, til að athuga hvað er um að vera þar og hvað er hægt að kaupa á svæðinu.

Þetta getur komið sér mjög vel fyrir fólk sem er á flakki um heiminn, til dæmis ef fólk langar á tónleika eða aðra viðburði þegar það er statt á einhverjum ákveðnum stað eða stefnir á að vera einhvers staðar á ákveðnum tíma.

Þá er hægt að kíkja á flokkinn gigs og athuga hvað er í boði.

Síðan er hægt að fara í flokkinn til sölu (for sale) og velja þar: miðar (tickets).

Yfirflokkarnir á hverju svæði eru m.a samfélag (pólitík, tapað fundið, gæludýr, svo fátt eitt sé nefnt), persónulegt, spjallrásir (flokkað eftir efnum), tónleikar (gigs), til sölu, vinna og þjónusta.

Á þessari vefsíðu er hægt að finna „allan fjandann“ eins og einn maður orðaði það og líkti þessu við barnaland á heimsvísu. Þarna er hægt að finna til sölu allt frá minnstu sérhæfðu skrúfum upp í stóra trukka.