[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Paul Scholes hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Englandsmeistara Manchester United en samningur þessa 35 ára gamla miðjumanns við Manchester-liðið átti að renna út í sumar.
Paul Scholes hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Englandsmeistara Manchester United en samningur þessa 35 ára gamla miðjumanns við Manchester-liðið átti að renna út í sumar. Scholes er 35 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu. Hann hefur spilað 639 leiki með liðinu og skorað í þeim 148 mörk.

Ashley Cole verður á meðal varamanna hjá Chelsea þegar liðið sækir Tottenham heim í ensku úrvalsdeildinni síðdegis í dag. Cole hefur verið frá keppni frá því í nóvember en þá fótbrotnaði hann í leik gegn Everton . Leikurinn á White Hart Lane er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið. Chelsea vonast til þess að auka forskot sitt á Manchester United á toppnum í dag en Tottenham er í hörðum slag við Manchester City um fjórða sæti deildarinnar.

Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett hafa tekið ákvörðun um að selja Liverpool en þeir hafa verið eigendur enska úrvalsdeildarliðsins í þrjú ár. Í gær var greint frá því að ráðinn hefði verið nýr óháður stjórnarformaður, Martin Broughton að nafni, og hlutverk hans ásamt Barcleys-bankanum verður að koma félaginu í hendur nýrra eigenda. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu þessum tíðindum margir hverjir í gær.

Broughton lýsti í gær yfir stuðningi við knattspyrnustjórann Rafael Benítez og segir enga þörf á að selja leikmenn frá félaginu. „ Staðan hjá Benítez er óbreytt. Hann er samningsbundinn félaginu og við viljum að hann haldi áfram sínu starfi. Við þurfum ekki að selja neinn leikmann og það verður engin brunaútsala hjá okkur ,“ sagði Broughton við BBC .

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United var fljótur að svara fyrir frétt sem birtist í enska götublaðinu The Sun í gærmorgun en þar kom fram að Real Madrid væri að undirbúa risatilboð í Wayne Rooney framherja United. ,,Þetta gerist alltaf í lok tímabilsins en svo mikið er víst að Wayne Rooney verður hér á næsta ári ,“ sagði Ferguson við Sky Sports .