Ást Ætli Carla Bruni segi manni sínum, Nicolas Sarkozy, allt?
Ást Ætli Carla Bruni segi manni sínum, Nicolas Sarkozy, allt? — Reuters
Það eru alltaf uppi alls konar kenningar um það hvað má segja og hvað má ekki segja makanum. Á vefsíðunni msn.com má finna fimm atriði sem konum er ráðlagt að halda frá maka sínum. 1. Fyrrverandi sambönd.

Það eru alltaf uppi alls konar kenningar um það hvað má segja og hvað má ekki segja makanum. Á vefsíðunni msn.com má finna fimm atriði sem konum er ráðlagt að halda frá maka sínum.

1. Fyrrverandi sambönd.

Hann gerir sér grein fyrir því að þú dvaldir ekki í nunnuklaustri áður en hann kynntist þér en það þýðir ekki að hann þurfi að vita um gömul skot. Hann spyr kannski um hina gaurana í lífi þínu en er að fiska eftir því að heyra að hann sé bestur. Forðastu að ljúga með því að svara ekki spurningum um kynlífsfortíð þína. Þegar hann spyr segðu að hann sé sá eini sem þú getir hugsað um í rúminu.

2. Hvernig þú eyðir peningunum þínum.

Svo lengi sem þið deilið ekki bankareikningi þarf kærasti þinn ekki að vita hvert peningarnir þínir fara. Það stressar karlmenn að sjá konur kaupa hluti sem þeir telja óþarfa eins og föt og skó. Ef hann spyr segðu þá að nýi kjóllinn hafi verið mikið ódýrari en sjónvarpið sem hann keypti.

3. Hvað þér finnst um fjölskyldu hans.

Að setja út á nánustu fjölskyldu getur skemmt samband ykkar. Þótt mamma hans sé jafn köld og jökull skaltu halda þverrifunni á þér saman. Um leið og þú segir eitthvað neikvætt fer honum að líða eins og þú sért að biðja hann um að velja á milli þín og þeirra.

4. Saklaust daður.

Þú elskar manninn þinn en það þýðir ekki að þú getir ekki spjallað við aðra menn. Að daðra er heilbrigt svo lengi sem það gengur ekki lengra. En vertu þögul um það, að monta sig af því gerir hann bara óöruggan.

5. Hvað þér finnst í alvörunni um gjöfina frá honum.

Í staðinn fyrir að slá hann utanundir skaltu finna eitthvað eitt gott um hverja gjöf. Ef þú hafnar gjöfinni ertu nánast að hafna honum. Í næsta skipti skaltu gefa honum vísbendingu svo hann gefi þér eitthvað sem þú ert hrifin af.