Niðurstaðna úr vorralli Hafrannsóknastofnunar er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Vorrallið gefur vísbendingu um hvað framundan er og að þessu sinni má segja að horfur séu blendnar.

Niðurstaðna úr vorralli Hafrannsóknastofnunar er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Vorrallið gefur vísbendingu um hvað framundan er og að þessu sinni má segja að horfur séu blendnar. Stofnstærð yngstu árganga þorsksins gefur til kynna að eftir nokkur ár muni Hafrannsóknastofnun mæla með auknum veiðum, en til skemmri tíma eru litlar eða engar líkur á því.

Ef litið er til aflareglu er jafnvel útlit fyrir að lagður verði til samdráttur í veiðum á næsta fiskveiðiári, sem er mikið áhyggjuefni, ekki síst fyrir sjávarbyggðir landsins.

Stofnmælingarnar gefa tilefni til að farið sé varlega í úthlutun kvóta en um leið er mikilvægt að farið sé vel með þann kvóta sem unnt er að úthluta. Nauðsynlegt er að hann verði veiddur með sem hagkvæmustum hætti og útgerðum landsins verði ekki stefnt í hættu með tilraunastarfsemi stjórnmálamanna.