* Um síðustu helgi fór Litla hafmeyjan á Rás 2 af stað með dagskrárliðinn Sandhedens time, eða stund sannleikans upp á íslenska tungu.
* Um síðustu helgi fór Litla hafmeyjan á Rás 2 af stað með dagskrárliðinn Sandhedens time, eða stund sannleikans upp á íslenska tungu. Þar semja íslenskar hljómsveitir glænýtt lag eftir fyrirmælum meyjunnar á 60 mínútum og flytja svo í beinni útsendingu í þættinum. Hljómsveitin Lights on the Highway reið á vaðið síðasta laugardag. Í dag treður upp hljómsveitin Bloodgroup og viku síðar, 24. apríl, mætir Haffi Haff til leiks og danskir sjónvarpsmenn fylgjast með og filma gjörninginn. Litla hafmeyjan er á dagskrá Rásar 2 á laugardögum frá 16 til 18.