Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
VALUR og Fram hefja úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna í handknattleik á morgun þegar liðin mætast í fyrsta úrslitaleiknum í Vodafone-höllinni.

VALUR og Fram hefja úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna í handknattleik á morgun þegar liðin mætast í fyrsta úrslitaleiknum í Vodafone-höllinni.

Það er orðið ansi langt síðan þessi gömlu stórveldi hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum síðast svo það er til mikils að vinna.

*Valur hefur 12 sinnum orðið Íslandsmeistari en 27 ár eru liðin frá því að Hlíðarendaliðið vann titilinn síðast.

*Fram hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn oftast allra eða alls 19 sinnum en 20 ár eru liðin frá því Safamýrarliðið hampaði titlinum síðast.

*Á síðustu 15 árum hefur titillinn skipst á milli aðeins þriggja liða, Stjörnunnar, Hauka og ÍBV. Stjarnan hefur á þessu árabili unnið titilinn 6 sinnum, Haukar 5 sinnum og ÍBV 4 sinnum.

*Valur varð deildarmeistari. Liðið fékk 44 stig en Fram varð í öðru sæti með 43.

*Valur sló út Hauka í undanúrslitunum. Valur vann tvo leiki en Haukar einn.

*Fram bar sigurorð af meisturum þriggja síðustu ára, Stjörnunni, 2:0.

*Valur og Fram mættust þrívegis í N1-deildinni í vetur. Jafntefli varð í fyrsta leiknum, 21:21. Valur vann annan leikinn í Fram-húsinu, 25:22, en Fram vann þriðja leikinn í Vodafone-höllinni, 27:24.

*Valur og Fram áttust við í bikarúrslitunum þar sem Fram hafði betur í æsispennandi leik, 20:19.

gummih@mbl.is