Þeir sem á annað borð kunna að meta japanska matinn sushi og gera kröfur ættu hikstalaust að gera sér ferð í Kringluna og koma við á nýlegum sushi-stað, suZushii, sem er þar á Stjörnutorginu (þar sem Boostbarinn var).

Þeir sem á annað borð kunna að meta japanska matinn sushi og gera kröfur ættu hikstalaust að gera sér ferð í Kringluna og koma við á nýlegum sushi-stað, suZushii, sem er þar á Stjörnutorginu (þar sem Boostbarinn var).

Ofurkokkurinn frá Vestmannaeyjum, Sigurður Karl Guðgeirsson, á heiðurinn af matreiðslunni en hann opnaði staðinn í febrúar á þessu ári.

Sigurður lærði listina miklu að búa til gott sushi í tvö ár í Kaupmannahöfn undir handleiðslu japansks meistara að nafni Isao Susuki.

www.suzhushii.is.