Björgun Björgunarmenn halda á 13 ára stúlku sem hafði verið grafin í rústum í bænum Yushu í rúmar 50 klukkustundir eftir öflugan jarðskjálfta.
Björgun Björgunarmenn halda á 13 ára stúlku sem hafði verið grafin í rústum í bænum Yushu í rúmar 50 klukkustundir eftir öflugan jarðskjálfta. — Reuters
YFIRVÖLD í Kína skýrðu frá því í gær að minnst 1.144 hefðu beðið bana í jarðskjálftanum sem reið yfir Qinghai-hérað á miðvikudaginn var. Tala látinna gæti hækkað þar sem yfir 400 manns til viðbótar er saknað. Ríkisfjölmiðlar í Kína segja að yfir 11.

YFIRVÖLD í Kína skýrðu frá því í gær að minnst 1.144 hefðu beðið bana í jarðskjálftanum sem reið yfir Qinghai-hérað á miðvikudaginn var. Tala látinna gæti hækkað þar sem yfir 400 manns til viðbótar er saknað.

Ríkisfjölmiðlar í Kína segja að yfir 11.000 manns hafi slasast í hamförunum, flestir þeirra í bænum Jiegu. Þúsundir manna, sem lifðu af, bíða í örvæntingu eftir hjálpargögnum eftir að hafa sofið undir berum himni í fimbulfrosti í þrjár nætur.

„Ég hef glatað öllu,“ sagði 52 ára kona, sem missti foreldra sína og systur. „Húsið mitt eyðilagðist. Fjölskylda mín missti 10 manns. Við eigum ekkert og höfum ekkert að borða.“

Fyrstu hjálpargögnin komu á hamfarasvæðið í gær. Yfirvöld segjast ætla að senda þangað alls 185 tonn af matvælum og öðrum hjálpargögnum, 41.000 tjöld, 160.000 yfirhafnir og 188.000 teppi.

Rúm 90% íbúa hamfarasvæðisins eru Tíbetar. Wen Jiabao, forseti Kína, lauk tveggja daga ferð um svæðið í gær og lýsti hjálparstarfinu sem tækifæri til að efla þjóðareininguna.