Igor Vori
Igor Vori
SÉRSTÖK valnefnd á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, hefur tilnefnt þrjá leikmenn í karlaflokki og þrjá leikmenn úr kvennaflokki sem koma til greina sem handknattleiksfólk ársins 2009.

SÉRSTÖK valnefnd á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, hefur tilnefnt þrjá leikmenn í karlaflokki og þrjá leikmenn úr kvennaflokki sem koma til greina sem handknattleiksfólk ársins 2009.

Þeir sem koma til greina hjá körlunum eru króatíski línumaðurinn Igor Vori, sem leikur með Hamburg í Þýskalandi, pólski landsliðsmarkvörðurinn Slawomir Szmal, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, og franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic sem er á mála hjá Montpellier í Frakklandi en hann var valinn handknattleiksmaður ársins 2007.

Hjá konunum eru tilnefndar þær Alison Pineau frá Frakklandi sem leikur með Metz í heimalandi sínu, Rússinn Ljudmila Postnova sem er á mála hjá Zvezda Zvenigorod í Rússlandi og markvörðurinn Katrine Lunde-Haraldsen frá Noregi en hún leikur með danska liðinu Viborg. gummih@mbl.is