Eftir Kristján Jónsson í Eistlandi kris@mbl.is ÍSLENSKA landsliðið í íshokkí karla er í hópi strandaglópa á meginlandi Evrópu af völdum eldgossins í Eyjafjallajökli.

Eftir Kristján Jónsson í Eistlandi

kris@mbl.is

ÍSLENSKA landsliðið í íshokkí karla er í hópi strandaglópa á meginlandi Evrópu af völdum eldgossins í Eyjafjallajökli.

Íslenska liðið lauk keppni á HM í Narva í Eistlandi í gær og átti að fljúga eldsnemma í morgun frá Tallinn til Kaupmannahafnar og þaðan heim til Íslands í dag.

Rútuferð frá Narva til Tallinn var slegið á frest seint í gærkvöld þegar ljóst varð að ekkert yrði af morgunflugi og í staðinn var ekið til höfuðborgarinnar í morgun.

Þar mun liðið bíða eftir því sem verða vill með flugið þaðan.

Ísland fékk bronsverðlaunin í 2. deildinni á HM eftir sigur, 6:2, gegn Ísrael í gær en liðið náði sínum besta árangri á mótinu frá upphafi.

Emil Alengaard, sem skoraði fjögur mörk í leiknum var útnefndur besti leikmaður Íslands á mótinu en leikmenn frá Eistlandi voru valdir í allar stööur í úrvalsliði mótsins. Eistland burstaði Rúmeníu, 7:1, í úrslitaleik og vann sér sæti í 1. deild en Ísrael féll niður í 3. deild. | 4