Hafþór Yngvason
Hafþór Yngvason
Í DAG kl. 13 til 16 er efnt til myndlistarþings í tilefni af tíu ára afmæli Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.

Í DAG kl. 13 til 16 er efnt til myndlistarþings í tilefni af tíu ára afmæli Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Þátttakendur í þinginu, sem verður haldið A-sal Hafnarhússins, eru ýmist valdir af Listasafninu eða hafa skráð sig til þátttöku sjálfir og liggur fyrir að ríflega 130 manns hafa staðfest þátttöku í þinginu. Áður en þingið sjálft hefst mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, ávarpa þátttakendur og Jón Proppé listheimspekingur flytja inngangsorð.

Listsmiðja fyrir fjölskyldur verður starfrækt á meðan málþingið fer fram.