[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Það er fastur liður á laugardögum að koma við í Vínberinu á Laugavegi og kaupa smá nammi handa börnunum – og mér!

„Það er fastur liður á laugardögum að koma við í Vínberinu á Laugavegi og kaupa smá nammi handa börnunum – og mér! Þrátt fyrir risavaxnar og ofhlaðnar sælgætisdeildir í stórmörkuðum þá langar þau alltaf að fara frekar í Vínberið og mér þykir vænt um það. Ég vona að þeirri verslun verði ekki lokað. Mikið væri það sorglegt.

Ég ætla síðan að hitta góða vinkonu mína og drekka með henni kaffi og spjalla og gæti svo ekki án þess verið að blaða í gegnum þykka bunka af blöðum og tímaritum í leiðinni. Á leiðinni heim ætla ég að muna eftir því að kaupa rjóma því það er alltof langt síðan ég hef steikt pönnukökur og því þarf ég nauðsynlega að rúlla upp nokkrum með rabarbarasultu frá ömmu áður en ég fer að ryðga í bransanum.

Í kvöld ætla ég síðan að horfa á góða kvikmynd og þá er tilvalið að horfa aftur á 2012 eða The Volcano.“

Kristjana Guðbrandsdóttir

Ritstjóri Ynja.net