15. APRÍL sl. var sagt frá því í mola í Morgunblaðinu að Fésbókarhópur hefði verið stofnaður til stuðnings kvikmyndagerðarmanninum Hrafni Gunnlaugssyni, „Andmælum pólítískum ofsóknum gegn listagallerýi á Laugarnesi“.

15. APRÍL sl. var sagt frá því í mola í Morgunblaðinu að Fésbókarhópur hefði verið stofnaður til stuðnings kvikmyndagerðarmanninum Hrafni Gunnlaugssyni, „Andmælum pólítískum ofsóknum gegn listagallerýi á Laugarnesi“. Á Fésbókarsíðunni stendur: „Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, vill að borgin fjarlægi mannvirki af lóð Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á hans kostnað, fyrir 20. apríl.“

Þorleifur segir rangt með farið á síðunni og vill koma því á framfæri að hann hafi lagt fram tillögu um framkvæmdir utan lóðamarka Hrafns, að framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar verði falið „að koma borgarlandinu við Laugarnestanga í viðunandi ástand á kostnað eiganda Laugarnestanga 65“ eins og segir í tillögu sem Þorleifur lagði fram í borgarráði 25. mars sl.