Tættist Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, við heitavatnsleiðslu sem fór í sundur í hlaupinu í Svaðbælisá á fimmtudag.
Tættist Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, við heitavatnsleiðslu sem fór í sundur í hlaupinu í Svaðbælisá á fimmtudag. — Morgunblaðið/Golli
TÖLUVERT skemmdir urðu við Þorvaldseyri eftir hlaupið í Svaðbælisá en ljóst að þær hefðu getað verið mun meiri. Varnargarðar héldu að mestu en óvíst að þeir geri það komi annað hlaup í ána.

TÖLUVERT skemmdir urðu við Þorvaldseyri eftir hlaupið í Svaðbælisá en ljóst að þær hefðu getað verið mun meiri. Varnargarðar héldu að mestu en óvíst að þeir geri það komi annað hlaup í ána. Bærinn var rýmdur í gærkvöldi eftir að gríðarlegt og kolsvart öskuský stefndi á bæinn.

Heitavatnsleiðslan sem lá yfir ána tættist í sundur í flóðinu en rafmagnsleiðsla sem grafin er í jörð slapp. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segir tjónið á leiðslunni ekki gríðarlegt áfall, en þegar henni verður komið fyrir að nýju verður hún grafin í jörð.

Ólafur gekk með blaðamanni með ánni og sýndi ummerki flóðsins. Vel mátti sjá á varnargörðum hvers lags kraftur var þar á ferð. Mikill áburður var og náði vatn sumstaðar að brúnum varnargarðs þar sem áður voru tveir metrar niður. Kom það ekki til af vatnsmagni, fremur sökum þess hversu landið hefur risið. Skarð kom einnig í varnargarða á nokkrum stöðum og telur Ólafur alls óvíst að þeir haldi komi önnur gusa. Óttast hann því mikið um tún sín. Ólafur hugðist vinna fram að öskufalli við að bæta í varnargarða.

Heimarafstöð er í gili ofan við bæinn og slapp hún undan flóðinu. Ólafur segir hins vegar að aðeins hafi tilviljun ráðið því hvernig flóðið fór niður hæðina, og framhjá rafstöðinni.

Gríðarlega stór tún eru á Þorvaldseyri, en þar er eitt stærsta kornræktarbú landsins. Þau sluppu nokkuð vel úr flóðinu en aftur er spurning hvaða afleiðingar öskufallið sem hófst í gærkvöldi hefur. andri@mbl.is