* Íslandsmeistaramót barþjóna 2010 verður haldið á Broadway á morgun, sunnudag. Húsið verður opnað kl. 19 og keppnin hefst stundvíslega kl. 20. Íslandsmeistaramót barþjóna hefur verið haldið nánast á hverju ári frá stofnun Barþjónaklúbbs Íslands 1963.

* Íslandsmeistaramót barþjóna 2010 verður haldið á Broadway á morgun, sunnudag. Húsið verður opnað kl. 19 og keppnin hefst stundvíslega kl. 20. Íslandsmeistaramót barþjóna hefur verið haldið nánast á hverju ári frá stofnun Barþjónaklúbbs Íslands 1963. Sigurvegari og Íslandsmeistari í keppninni á morgun vinnur þátttökurétt á heimsmeistaramóti barþjóna sem verður haldið í Singapúr næsta haust.

Nú verður keppt í Flair og Klassík auk þess sem hin árlega vinnustaðakeppni fer fram. Íslandsmeistari í fyrra varð Anna María Pétursdóttir , barþjónn á Lækjarbrekku. Nánari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast á bar.is.