Páll Vann af miklum dugnaði.
Páll Vann af miklum dugnaði. — Morgunblaðið/Ómar
ÍSLENDINGAR eru ákaflega lítið gefnir fyrir að hrósa náunganum. Það er svosem ekkert skrýtið að þjóð sem lengi hefur litið svo á að börn spillist herfilega sé þeim hrósað skuli ekki leggja það á sig að hrósa fullorðnu fólki.

ÍSLENDINGAR eru ákaflega lítið gefnir fyrir að hrósa náunganum. Það er svosem ekkert skrýtið að þjóð sem lengi hefur litið svo á að börn spillist herfilega sé þeim hrósað skuli ekki leggja það á sig að hrósa fullorðnu fólki.

Áður en Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni var almennt viðhorf að þar myndi ekkert sérstakt koma fram og enginn áfellisdómur yrði felldur yfir nokkrum manni. Skýrsluhöfundar máttu lengi sitja undir því að vera álitnir dauflyndir kontóristar sem myndu ekki þora að taka á nokkrum hlut heldur semja langa skýrslu á stofnanamáli sem enginn myndi skilja. Svo skyndilega birtust þremenningarnir með niðurstöður sínar og reyndust vera stórskyttur af bestu tegund. Þá varð þjóðin steinhissa! Það er ríkuleg ástæða til að hrósa þremenningunum, Páli, Sigríði og Tryggva. Þau unnu verk sitt vel, birtust einn daginn og létu sig svo hverfa. Það er auðvitað göfugmannlegt að baða sig ekki upp úr frægð sinni heldur hverfa aftur inn í hversdaginn. En maður saknar þessa fólks óneitanlega og sem hópur voru þau hreinlega stórkostleg. Þau eiga að fá fleiri verk að vinna – í sameiningu.

Kolbrún Bergþórsdóttir