Gunnar Þ. Andersen
Gunnar Þ. Andersen
„ÞETTA mál, sem er notað sem dæmi í kafla 9.5 í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, verður kannað í kjölinn af óháðum utanaðkomandi aðila og leitt þannig til lykta,“ segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

„ÞETTA mál, sem er notað sem dæmi í kafla 9.5 í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, verður kannað í kjölinn af óháðum utanaðkomandi aðila og leitt þannig til lykta,“ segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Hann sat í stjórn LB Holding, félags skráðs í Guernsey, er hann starfaði fyrir Landsbankann árið 2001. Þá fékk hann tölvubréf um fléttu um að fela fjármögnun Kaupþings á eigin bréfum og LB Holding var milliliður, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

„Ég er sjálfur að reyna að afla mér gagna og raða púslunum saman, því minnið er ekki óbrigðult. Þó hef ég komið auga á eitthvað, sem virðast vera staðreyndavillur.“

– Verður afgreiðslu málsins hraðað?

„Ég legg áherslu á það, að þessu verði hraðað. Ég hef ekkert að fela. Það er ekki þannig. Ef einhver heldur að aflandsstarfsemi sé óeðlileg og ólögleg í eðli sínu, þá væri búið að loka á alla virtustu og stærstu banka í heimi, svo og tryggingafélög. Það er alls ekki svo.“ pebl@mbl.is