Á MÁNUDAGINN kl. 20 munu Áskirkja og Langholtskirkja efna til umræðufundar á Áskirkju undir yfirskriftinni „Siðferði og samfélag“. Rætt verður um 8.

Á MÁNUDAGINN kl. 20 munu Áskirkja og Langholtskirkja efna til umræðufundar á Áskirkju undir yfirskriftinni „Siðferði og samfélag“.

Rætt verður um 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og siðferði og starfshætti í tengslum við fall íslensku bankanna 2008. Auk þess er fjallað um mörg siðferðisleg viðfangsefni sem tengjast orsök bankahrunsins. Framsögumenn verða Árni Bergmann, rithöfundur og Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur. Þá munu sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Sigurður Jónsson flytja ávörp á fundinum. Fundarstjóri verður sr Arna Ýrr Sigurðardóttir. Allir eru velkomnir.