STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar því mjög að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skyldi í gær samþykkja aðra endurskoðun áætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda.

STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar því mjög að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skyldi í gær samþykkja aðra endurskoðun áætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Gera má ráð fyrir að samþykktin merki lánaheimildir upp á um 100 milljarða króna.

„Við fáum formleg svör frá Norðurlöndunum eftir helgi en samkvæmt samtölum við menn ytra í dag þá lítur þetta mjög vel út,“ segir Steingrímur. Hann væntir þess að þau lán sem nú fást lækki skuldatryggingaálag ríkisins, styrki krónuna og lánshæfismat Íslendinga og verði jafnframt áfangi í átt til vaxtalækkana. | 2