Ferstur er á illu bestur. Norður &spade;KG &heart;K32 ⋄109542 &klubs;K42 Vestur Austur &spade;865 &spade;109732 &heart;D10863 &heart;G9 ⋄K83 ⋄Á7 &klubs;G5 &klubs;D963 Suður &spade;ÁD4 &heart;Á74 ⋄DG6 &klubs;Á1087 Suður spilar 3G.

Ferstur er á illu bestur.

Norður
KG
K32
109542
K42

Vestur Austur
865 109732
D10863 G9
K83 Á7
G5 D963

Suður
ÁD4
Á74
DG6
Á1087

Suður spilar 3G.

Sú úrspilstækni að fresta því að taka slag til að rjúfa samgang hefur sérstakt viðhafnarheiti á ensku – „hold-up play“. Íslenskir spilarar hafa ekki valið þessu bragði nafn við hæfi, en hugsanlega mætti notast við orðið „biðbragð“. Reyndar er það ekki sérlega bragðmikið heiti, en fyrirbærið sem um ræðir er það svo sem ekki heldur.

Biðbragð er til í ýmsum myndum. Einfaldasta birtingarformið er þegar sagnhafi dúkkar með ás þriðja á móti tveimur eða þremur hundum. Dæmið að ofan er svolítið flóknara. Hvernig á að spila með litlu hjarta út?

Ef útspilið er frá fimmlit getur verið nauðsynlegt að gefa austri fyrsta slaginn. Með því móti nýtist ekki innkoma austurs á Á til að spila hjarta og sagnhafi nær að fría tígulinn áður en vörnin losar um hjartað.