Morgunblaðið og mbl.is njóta mikils trausts, samkvæmt nýrri könnun MMR á trausti til fjölmiðla.

Morgunblaðið og mbl.is njóta mikils trausts, samkvæmt nýrri könnun MMR á trausti til fjölmiðla. Af blöðum og netmiðlum njóta þessir tveir miðlar langmests trausts allra, aðeins fréttastofa Ríkisútvarpsins nýtur meira trausts ef horft er til annarra fjölmiðla en blaða og netmiðla. Þá sýna mælingar á lestri fréttamiðla á netinu mikla yfirburði mbl.is yfir keppinautana.

Þessar niðurstöður eru ánægjulegar fyrir ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is. Ýmsir hafa af annarlegum ástæðum sótt harkalega að Morgunblaðinu á undanförnum mánuðum. Nýja könnunin um traust til fjölmiðla sýnir að sú atlaga misheppnaðist.