SAMKVÆMT könnun MMR nýtur mbl.is mests trausts meðal íslenskra netfréttamiðla og sé litið til dagblaða segjast flestir treysta Morgunblaðinu. 51,7% treysta mbl.is og 46,4% sögðust bera mikið traust til Morgunblaðsins.

SAMKVÆMT könnun MMR nýtur mbl.is mests trausts meðal íslenskra netfréttamiðla og sé litið til dagblaða segjast flestir treysta Morgunblaðinu. 51,7% treysta mbl.is og 46,4% sögðust bera mikið traust til Morgunblaðsins.

Í samsvarandi könnun frá því í apríl í fyrra kemur í ljós að traust til Morgunblaðsins hefur minnkað um liðlega 10 prósentustig, var þá 57,9%. Einnig hefur tiltrú á fólks á mbl.is minnkað nokkuð, var áður 59,6%. Traust til Fréttablaðsins hefur einnig dvínað, var 38,1% í fyrra en er nú 34,8%.

Vaxandi traust á DV

Traust til DV hefur hins vegar aukist úr 5,6% í fyrra í 9,4% núna. Fram kemur að 78,5% aðspurðra bera mikið traust til fréttastofu RÚV og nýtur hún því meira trausts en nokkur annar fréttamiðill í landinu. Hefur traust til hennar aukist, var 75,1% í fyrra. Um 44% aðspurðra sögðust bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2 en 29,6% bera mikið traust til netmiðilsins visir.is, 26,4% treysta vel Viðskiptablaðinu, 16,9% Pressunni, 13,6% Eyjunni, 10,2% dv.is. Traust á netmiðlinum Pressunni hefur aukist mjög, var 7,5% í fyrra.

Um var að ræða síma- og netkönnun sem gerð var 8.-12. apríl 2010 meðal fólks á aldrinum 18 til 67 ára er valið var handahófskennt. Alls svöruðu 865 manns og afstöðu tóku 96,8% aðspurðra.