ARNARVERK ehf. var með lægsta tilboð í fyrsta áfanga Suðurlandsvegar, rúmlega 606 milljónir króna eða 81% af áætluðum verktakakostnaði.

ARNARVERK ehf. var með lægsta tilboð í fyrsta áfanga Suðurlandsvegar, rúmlega 606 milljónir króna eða 81% af áætluðum verktakakostnaði.

Verkið felst í tvöföldun og breikkun Hringvegar frá Fossvöllum í Lögbergsbrekku, ofan Lækjarbotna, að Draugahlíðarbrekku austan við Litlu kaffistofuna.

Alls bárust 15 tilboð í verkið. Næst lægsta tilboð var frá Vélaleigu AÞ ehf. og síðan kom tilboð Háfells ehf.