Í DAG, miðvikudag kl. 12:00-13:30 verður haldið málþing í stofu 102 á Háskólatorgi um kynjaskekkju í fjölmiðlum.
Í DAG, miðvikudag kl. 12:00-13:30 verður haldið málþing í stofu 102 á Háskólatorgi um kynjaskekkju í fjölmiðlum. Meðal annars verður fjallað um nýlega rannsókn sem sýnir að fyrir seinustu alþingiskosningar fengu karlar í framboði talsvert meiri umfjöllun í fjölmiðlum og karlar voru nær einráðir sem álitsgjafar. Þó voru konur jafn virkar og karlar við greinaskrif í blöð. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.