Hekla Helgadóttir
Hekla Helgadóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
KRISTJÁN Helgi Carrasco úr Aftureldingu og Hekla Helgadóttir frá Þórshamri urðu um helgina bikarmeistarar í karate að loknum þriðja og síðasta bikarmóti vetrarins sem haldið var í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ.

KRISTJÁN Helgi Carrasco úr Aftureldingu og Hekla Helgadóttir frá Þórshamri urðu um helgina bikarmeistarar í karate að loknum þriðja og síðasta bikarmóti vetrarins sem haldið var í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ.

Bikarmótin eru þrjú og eru veitt stig fyrir hvert þeirra. Sá sem flest stig hlýtur úr mótunum þremur er krýndur bikarmeistari. Keppt er bæði í kata og kumite.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kristján Helgi verður bikarmeistari en hann átti í harðri keppni við Arnór Inga Sigurðsson úr Haukum sem hafnaði í öðru sæti. Félagi Arnórs, Kristján Ó. Davíðsson, hreppti þriðja sætið.

Hekla varð bikarmeistari þriðja árið í röð en er sterkasta karatekona landsins um þessar mundir og varð m.a. nýverið Íslandsmeistari.

Í öðru sæti í kvennaflokki hafnaði í Aðalheiður Rósa Harðardóttir, frá Akranesi. Telma Rut Frímannsdóttir, Aftureldingar, hlaut þriðja sætið.

Um leið og bikarmeistarakeppninni lauk fékkst einnig niðurstaða í svokölluð Grand Prix-mót karatefólks.

Á Grand Prix keppa unglingar frá 12 til 17 ára aldri og miðast flokkurinn við aldur keppenda á fyrsta móti haustsins. Keppt er bæði í kata og kumite þar sem skipt er eftir aldri í kata og aldri og kyni í kumite. Eftirtaldir urðu meistarar:

kata 12 ára; Alexander Leonard Vidal, Fjölni,

kata 13 ára; Harald Sigurvin Þorsteinsson, Víkingi, kata 14 ára; Nína Ingólfsdóttir, Víkingi,

kata 15 ára; Kristín Magnúsdóttir, Breiðabliki,

kata 16-17 ára; Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Akranesi, kumite drengja 12-13 ára léttari flokkur; Sindri Pétursson, Víkingi, kumite drengja 12-13 ára þyngri flokkur; Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, kumite pilta 14-15 ára; Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylki, kumite pilta 16-17 ára; Kristján Helgi Carrasco, Aftureldingu, kumite stúlkur 12-13 ára; Helga Kristín Ingólfsdóttir, Fylki, kumite stúlkur 14-15 ára; Nína Ingólfsdóttir, Víkingi, kumite stúlkur 16-17 ára; Telma Rut Frímannsdóttir, Aftureldingu. iben@mbl.is