Hátíð Verður haldin í Reykjavík.
Hátíð Verður haldin í Reykjavík. — Morgunblaðið/Ernir
FYRIRTÆKIÐ Reykjavik to Foundation hyggst efna til mikillar tónlistarhátíðar í Reykjavík í sumar. Til stendur að hátíðin spanni þrjá daga, 10.-12. júní, og mun hún fara fram einhvers staðar í miðbæ Reykjavíkur.
FYRIRTÆKIÐ Reykjavik to Foundation hyggst efna til mikillar tónlistarhátíðar í Reykjavík í sumar. Til stendur að hátíðin spanni þrjá daga, 10.-12. júní, og mun hún fara fram einhvers staðar í miðbæ Reykjavíkur. Orðrómur hefur verið uppi um að til hafi staðið að girða af stærðarinnar svæði og setja upp tjaldsvæði og sölubása en Marcel Edwin Deelen segir ekkert til í þeim sögusögnum. Að hans sögn verður sett upp stórt tónleikatjald og drykkjartjöld en ekki verður boðið upp á gistiaðstöðu á tónleikasvæðinu. Deelen segir von á fréttatilkynningu í næstu viku með nánari upplýsingum um þennan spennandi viðburð og hvaða hljómsveitir komi til með að troða upp.