VIÐ flug TF-SIF yfir gosstöðvarnar í gærmorgun sáust þrír gígar enn á ratsjá, en ekki var hægt að staðfesta gos í þeim öllum. Samkvæmt upplýsingum LHG gaus stærsti gígurinn þó kröftuglega.

VIÐ flug TF-SIF yfir gosstöðvarnar í gærmorgun sáust þrír gígar enn á ratsjá, en ekki var hægt að staðfesta gos í þeim öllum. Samkvæmt upplýsingum LHG gaus stærsti gígurinn þó kröftuglega. Gjóskuveggir eru orðnir greinilegir norðan við gígana og götin í Gígjökli virðast hafa stækkað.

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mæla með grímunotkun í mikilli nálægð við gosstöðina þar sem öskufall er sýnilegt. Fyrri hluta dags í dag verður líklega þörf fyrir grímur á Skógum, Sólheimasandi, í Mýrdalnum, í Vík í Mýrdal og á Mýrdalssandi. Þegar líður á daginn verður að líkindum þörf á grímum í Ásólfsskála, í Stóradal, á Seljalandi og hugsanlega í Vestmannaeyjum.